Keppni á Smáþjóðaleikunum á Möltu er nú lokið. Í loftriffli karla komst Guðmundur Helgi Christensen í úrslit og endaði þar í 8.sæti. Þórir Kristinsson rétt missti af sæti í úrslitum og endaði í 9.sæti. Í loftriffli kvenna náði Jórunn Harðardóttir í úrslit og endaði þar í 7.sæti. Íris Eva Einarsdóttir náði ekki í úrslit og endaði í 9.sæti. Í haglabyssu Skeet varð Pétur Gunnarsson í 5.sæti með 113 stig.