Fyrsti keppnisdagurinn í skotfimi á Smáþjóðaleikunum á Möltu var í dag. Ívar Ragnarsson stóð sig frábærlega og landaði að lokum silfurverðlaunum í Loftskammbyssu karla. Hann var langefstur eftir undankeppnina með 564 stig en í úrslitunum slakaði hann aðeins á og endaði með 227,3 stig. Bjarki Sigfússon var svo fjórði inní úrslitin með 542 stig. Hann endaði svo í 7.sæti með 118,9 stig. Í Loftskammbyssu kvenna var Jórunn Harðardóttir önnur inní úrslit með 548 stig en hægði svo á í úrslitunum og endaði í 7.sæti með 122,2 stig. Kristína Sigurðardóttir náði ekki inní úrslit með 533 stig og hafnaði í 9.sæti.