Skotþing 2023, ársþing STÍ, var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Mættir voru 36 fulltrúar frá 9 af 15 aðildarsamböndum STÍ. Fundarstjóri var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ og ritari þingsins var Kjartan Friðriksson, fyrrverandi ritari stjórnar. Ný stjórn sambandsins er nú skipuð þannig að Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður til næstu 2ja ára, Ómar Örn Jónsson og Magnús Ragnarsson(sem kemur nýr inní stjórn), voru kjörnir til 2ja ára ásamt varamanninum Sigurði I. Jónssyni, sem einnig kemur nýr inní varastjórn ásamt Birnu Sævarsdóttur, sem var kjörin til eins árs. Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sitja áfram til eins árs. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ færði þingi kveðju framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ. Þingið tók fyrir ýmis mál og má þar nefna að hugmyndir um hausagjald voru felldar með yfirgnæfandi meirihluta en tillaga um skotíþróttamiðstöð var samþykkt með breytingum.
Ársþing Skotíþróttasambandsins fór fram í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2023-05-05T18:10:39+00:00April 22nd, 2023|Uncategorized|Comments Off on Ársþing Skotíþróttasambandsins fór fram í dag