Samkvæmt ábendingu frá lögreglu viljum við minna á að það er grímuskylda í áhorfendastúkum og biðja ykkur um að senda áminningu á ykkar aðildarfélög.
Efirfarandi er tekið úr kafla um áhorfendur:
Til samræmis við 5. gr, reglugerðar heilbrigðisráðherra nr. 404/2021 dags. 13. apríl 2021 er heimilt að hafa að hámarki 100 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki tvö sóttvarnarhólf, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
• Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum.
• Allir gestir séu í númeruðum sætum og skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma loknum.
• Allir gestir noti andlitsgrímu.
• Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri á alla kanta. Á við börn og fullorðna.
• Veitingasala er ekki heimil í hléi.
• Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.
• Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar áhorfendur eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 20 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Þó heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu. Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 20 manna hámark í rými.
Þó að bólusetningum miði vel áfram og bjartir tímar séu framundan megum við ekki sofna á verðinum. Höldum þetta út aðeins lengur og stöndum áfram saman í baráttunni við vágestinn.
Kær kveðja
Kristín Birna Ólafsdóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Verkefnastjóri á Almenningsíþróttasviði
514 4000