Skotíþróttaþing 2020 var haldið í dag á netinu. Notast var við TEAMS hugbúnaðinn og tókst það alveg ágætlega.
Ný stjórn STÍ er þannig skipuð að Halldór Axelsson situr áfram í eitt ár sem formaður, Jórunn Harðardóttir varaformaður til 2ja ára, Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri til tveggja ára, Kjartan Friðriksson ritari og Ómar Örn Jónsson meðstjórnandi til eins árs, Kristvin Ómar jónsson varamaður til tveggja ára og Helga Jóhannsdóttir varamaður til eins árs.
Kosið var í allar nefndir STÍ ásamt því að reikningar sambandsins voru samþykktir. Nokkrar umræður um mótahald og dómaramál fóru fram. Formaður boðar til málfundar um þau mál á næstunni. Eins verður haldið áfram við að samræma mótaskjöl og gera þau enn aðgengilegri aðildarfélögunum.