Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi um helgina. 16 keppendur tóku þátt og voru sett fimm Íslandsmet og eitt tvíbætt.
Íslandsmet unglinga var tvíbætt um helgina, Elyass Kristinn Bouanba, MAV bætti það fyrst um 8 dúfur með skorinu 79, Sigurður Pétur Stefánsson MAV bætti það síðan aftur og það er því 88 dúfur. En þetta er bæting í heild um 17 dúfur. Lið unglinga hjá Skotfélaginu Markviss, skipað þeim Sigurður Pétur Stefánsson (88), Elyass Kristinn Bouanba (79) og Jón Gísli Stefánsson (65) samtals 232 stig sem er fyrsta Íslandsmet í unglingaflokki drengja. Í karlaflokki bætti Stefán Kristjánsson eigið met frá því á SÍH open í sumar um hvorki meira né minna en 12 dúfur en hann skaut 135 dúfur á mótinu, í úrslitum skaut hann síðan 20 dúfur sem að gerir þá 155 samtals með úrslitahringnum en það er þá nýtt Íslandsmet með final. Í liðakeppni karla bætti sveit SÍH-A, Stefán Kristjánsson (135), Ásbjörn Sírnir Arnarson (120) og Bjarki Magnússon (114), met frá því í fyrra (344 stig) sem að einnig var skotið af sveit SÍH, nýtt Íslandsmet í liðakeppni karla er því 369 stig.
Nánar á úrslitasíðunni