Á landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli sem haldið var í Kópavogi í dag, sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 618,7 stig, annar varð Arnfinnur Jónsson úr SFK með 610,7 stig og í þriðja sæti varð Valur Richter úr SÍ með 605,7 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 605,5 stig og önnur varð Guðrún Hafberg úr SFK með 583,3 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SFK, A-sveit SÍ varð önnur og í þriðja sæti B-sveit SÍ. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Jón Þór og Jórunn sigruðu í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-12-15T09:05:08+00:00December 14th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór og Jórunn sigruðu í dag