Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag, jafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR eigið Íslandsmet í rifflgreininni Þríþraut, 1095 stig.  Í greininni er skotið 3×40 skotum, liggjandi, krjúpandi og standandi.  Önnur í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr SFK með 957 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Chrsitensen úr SR með 1,109 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 1,020 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr SÍ með 1,001 stig. Í liðakeppninni bætti sveit SR eigið Íslandsmet með 3,053 stig og sveit SÍ hreppti silfrið með 2,813 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ og á heimasíðu mótshaldara.