Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssu karla á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Hann endaði með 234,9 stig, annar varð Boris Jeremenko frá Monaco með 231,4 stig og í þriðja sæti Jean Marie Cirelli frá Luxemburg með 212,4 stig. Ívar Ragnarsson stóð sig með prýði og endaði í 5.sæti með 169,8 stig.
Ásgeir sigraði á Smáþjóðaleikunum
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-05-30T14:12:57+00:00May 30th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir sigraði á Smáþjóðaleikunum