Íslandsmeistaramótið í Grófri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 552 stig, annar varð Friðrik Þ. Goethe úr SFK með 540 stig og í þriðja sæti lenti Karl Kristinsson úr SR með 538 stig. Í liðakeppninni sigraði A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs (Ívar Ragnarsson,Eiríkur Ó.Jónsson,Ólafur Egilsson) með 1,561 stig, í öðru sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs (Friðrik Þ.Goethe, Sigurgeir Guðmundsson,Guðmundur T. Ólafsson) og þriðja sæti A-sveit Skotfélags Reykjavíkur (Karl Kristinsson, Jón Á. Þórisson, Engilbert Runólfsson). Nánar á úrslitasíðunni.
Ívar sigraði á Íslandsmótinu í Grófri skammbyssu í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-04-29T10:14:28+00:00April 28th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Ívar sigraði á Íslandsmótinu í Grófri skammbyssu í dag