Sigurður Unnar Hauksson var að ljúka keppni í skeet á hinu árlega Grand Prix móti á Kýpur. Þetta er með sterkustu mótum í geininni ár hvert. Sigurður náði alls 117 stigum og hafnaði í 22.sæti af 106 keppendum sem er frábær árangur.
Fyrri daginn skaut hann 68 stig (23 23 22) og svo í dag 49 stig (24 25). Hann er búinn að vera í æfingabúðum undanfarnar vikur og endaði prógrammið með þessu móti.
Þjálfari Sigurðar, Peeter Pakk, er búinn að vera með honum allan tímann ásamt æfingafélaga hans, Reino Velleste frá Eistlandi, sem varð jafn honum að stigum í mótinu.
Nánari úrslit má finna hérna: