Landsmót STÍ í 50 metra rifflli liggjandi var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 617,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 610,8 stig og þriðji varð Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 604,4 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SFK með 1796,9 stig, sveit SR varð önnur með 1796,2 stig og sveit SÍ varð þriðja með 1794,0 stig. Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 610,8 stig. Nánar undir Mót og úrslit hér á síðunni.
Landsmót í 50m riffli í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-01-19T18:46:02+00:00January 19th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í 50m riffli í dag