Hið árlega Christensen-mót fór fram í Egilshöllinni í dag. Keppt er í opnum flokkum óháð kyni og aldri. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 591,2 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Viktoría Bjarnarson úr SR með 575,5 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet Unglinga. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 568 stif, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 550 stig og íþriðja æsti Ingvi Eðvarðsson úr SK með 526 stig.
Íslandsmet hjá Viktoríu í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-05-12T15:06:07+00:00May 12th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Viktoríu í dag