Evrópumótið í loftskammbyssu og loftriffli er nú að hefjast í Györ í Ungverjalandi. Ísland á þar tvo keppendur, Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla og Jórunni Harðardóttur í loftskammbyssu kvenna. Ennig keppa þau blandaðri liðakeppni þar sem kona og karl skipa lið. Þau enduðu í 10.sæti í liðakeppninni á síðasta EM og vantaði þá aðeins 1 stig til að komast í 8-liða úrslit. Nánar um dagskrá mótsins hérna.
Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinum í Györ í Ungverjalandi
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-02-24T10:10:32+00:00February 18th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinum í Györ í Ungverjalandi