Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli sem haldið var í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 10. febrúar. Skor Jóns Þór var 623,0 stig sem var 0,7 stigum frá Íslandsmeti hans. Arnfinnur Auðunn Jónsson, einnig úr SFK, varð í öðru sæti með 618,5 stig og Guðmundur Valdimarsson, Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar, varð þriðji með 605,6 stig.
Í liðakeppni karlaflokksins varð A sveit Skotíþróttfélags Kópavogs í fyrsta sæti með 1833,4 stig. Sveit SFK skipuðu þeir Jón Þór og Arnfinnur auk Hans Jörgen Hansen. Sveit Ísfirðinganna hreppti annað sætið en auk Guðmundar voru feðgarnir Valur Richter og Ívar Már Valsson í liði SÍ. Skor SÍ var 1803,5 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur var í þriðja sæti með 1732,3 stig en Jón Árni Þórisson, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson skipuðu sveit SR.
Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í kvennaflokki á 609.7 stigum en Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, kom fast á hæla henni með 607,2 stig. Guðrún Hafberg, SFK, varð í þriðja sæti með 586,1 stig.
A sveit SFK skipuð þeim Báru og Guðrúnu auk Margréti L. Alfreðsdóttur náði 1766, stigum.
Í unglingaflokki kvenna var einn keppandi, Viktoría B. Bjarnarson úr SR. Skor Viktoríu var 539,0 stig sem er Íslandsmet.