Í dag sunnudaginn 11. febrúar, fór fram landsmót STÍ í þrístöðu í Digranesi og skjóta konur nú 3 X 40 skot, eins og karlarnir.
Í karlaflokki sigraði Theodór Kjartansson Skotdeild Keflavíkur á 1027 stigum, annar varð Þorsteinn Bjarnason Skotfélagi Reykjavíkur á 945 stigum og þriðji varð Ingvar Bremnes Skotfélagi Ísafjarðar á 874 stigum
Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir Skotíþróttafélagi Kópavogs á 1030 stigum og nýju Íslandsmeti, í öðru sæti var Guðrún Hafberg Skotíþróttafélagi Kópavogs á 939 stigum og þriðja var Margrét L. Alfreðsdóttir á 842 stigum.
Karlalið SÍ skipað þeim Leif Bremnes, Ingvari Bremnes og Erling Kristjánssyni sigraði í liðakeppni á 2574 stigum.
Kvennalið SFK skipað þeim Báru Einarsdóttur, Guðrúnu Hafberg og Margréti L. Alfreðsdóttur sigraði liðakeppnina á nýju Íslandsmeti 2811 stigum.