Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2016 :
Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft skammbyssu.
Hann varð m.a. í 9.sæti á Heimsbikarmótinu í Brasilíu, í 12.sæti á Heimsbikarmótinu í Thailandi og á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi endaði hann í 19.sæti af 81 keppanda.
Ásgeir keppir með liði sínu TSW Götlingen í Þýsku Bundesligunni nokkrar helgar yfir vetrartímann. Hann er einn fárra erlendra keppenda í þýsku deildinni en einungis bestu skotmennirnir komast að hjá þýsku liðunum. Hann er nú efstur keppenda á mótinu í suðurdeildinni í Þýskalandi.
Ásgeir er sem stendur í 37.sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 20.sæti á árinu. Hann er í 17.sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 9.sæti á árinu.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn varð Íslandsmeistari í Þrístöðu með riffli og í Loftskammbyssu. Hún varð í 38.sæti á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og í 79.sæti á Heimsbikarmótinu í Þýskalandi.
Jórunn er sem stendur í 103.sæti á Heimslistanum og í 54.sæti á Evrópulistanum.