Á landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs nýtt Íslandsmet, 617,3 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 610,0 stig og í þriðja sæti varð Margrét L Alfreðsdóttir úr SFK með 587,5 stig. Í liðakeppninni var ein sveit skráð til leiks, sveit Skotíþróttafélags Kópavogs og setti hún nýtt Íslandsmet 1.781,0 stig en hún var skipuð þeim Báru og Margréti ásamt Guðrúnu Hafberg.
Í karlaflokki sigraði Jón Þ. Sigurðsson úr SFK með 622,3 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr SFK með 611,9 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 605,1 stig. Í liðakeppninni sigrað A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,3 stig skipuð Guðmundi V aldimarssyni, Ívari M. Valssyni og Vali Richter. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.773,1 stig með innanborðs þá Guðmund Helga, Þorstein Bjarnarson og Þóri Kristinsson. Í þriðja sæti hafnaði svo B-sveit SÍ með 1.688,3 stig en hún var skipuð Leifi Bremnes, Erlingi Þ. Kristjánssyni og Ingvari Bremnes.