Uncategorized

Úrslit í Staðlaðri skammbyssu í dag

  Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem fram fór í Egilshöllinni í dag, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 545 stig, annar varð Friðrik Goethe úr SFK með 531 stig og Karl Kristinsson úr SR varð þriðji með 527 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK með 1,597 stig (Ívar 545, Friðrik 531 og Eiríkur Ó.Jónsson [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 6th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Úrslit í Staðlaðri skammbyssu í dag

Skotíþróttafólk ársins 2017

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2017 : Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00December 22nd, 2017|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttafólk ársins 2017

Flutningur á keppnisrétti

Í dag bárust okkur tvær tilkynningar um flutning á keppnisrétti. Helga Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Svavarsson sem keppt hafa fyrir Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar (SÍH) undanfarin ár hafa flutt keppnisrétt sinn til Skotíþróttafélags Suðurlands (SFS) í haglabyssugreininni Skeet.

By |2021-04-15T15:22:28+00:00December 18th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Flutningur á keppnisrétti

Breyttar reglur í kvennaflokki

Alþjóða skotíþróttasambandið ISSF var rétt í þessu að tilkynna breytingar í nokkrum kvennagreinum. Breytingarnar eru þessar :  10m loftriffill og loftskammbyssa kvenna fer úr 40 skotum í 60 skot 50m og 300m þrístöðuriffill fer úr 3x20 skot í 3x40 skot Skeet og trap haglabyssa fer úr 75 skífum í 125 skífur STÍ breytir því mótaskrá [...]

By |2017-12-18T14:00:34+00:00December 18th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Breyttar reglur í kvennaflokki

Þrístöðumótið í riffli

Lið Skotfélags Reykjavíkur (SR) með þá Guðmund Helga Christensen, Þóri Kristinsson og Þorstein Bjarnarson setti nýtt Íslandsmet í þrístöðu í dag þar sem þeir skutu 3048 stig og bættu gamla metið um heil 41 stig. Karlalið Skotíþróttafélags Ísafjarðar lenti í öðru sæti með 2707 stig. Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen á 1107 stigum, [...]

By |2021-04-15T15:22:28+00:00December 10th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Þrístöðumótið í riffli

Guðmundur Kr. Gíslason hlaut gullmerki ÍBR í dag

Okkar ágæti Framkvæmdastjóri og gjaldkeri Guðmundur Kr. Gíslason hlaut í dag Gullmerki ÍBR fyrir sitt framlag til íþrótta sem stjórnarmaður Skotfélags Reykjavíkur og tengiliður við bandalagið síðustu áratugina. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR heiðraði Guðmund í dag og afhenti gullmerkið  í afmæliskaffi Skotfélags Reykjavíkur haldið í tilefni af 150 ára afmæli félagsins. Stjórn Skotíþróttasambands Íslands óskar [...]

By |2021-04-15T15:22:28+00:00December 9th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Guðmundur Kr. Gíslason hlaut gullmerki ÍBR í dag

Íslandsmet hjá Báru

Á landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs nýtt Íslandsmet, 617,3 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 610,0 stig og í þriðja sæti varð Margrét L Alfreðsdóttir úr SFK með 587,5 stig. Í liðakeppninni var ein sveit skráð [...]

By |2021-04-15T15:22:29+00:00December 9th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmet hjá Báru

Afmælisfagnaður Skotfélags Reykjavíkur 150 ára

Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi). Við vonumst eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar [...]

By |2021-04-15T15:22:29+00:00December 6th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Afmælisfagnaður Skotfélags Reykjavíkur 150 ára

Formannafundur STÍ á laugardaginn

Stjórn STÍ boðar til formannafundar laugardaginn 2.desember n.k. Fundarstaður er Íþróttamiðstöðin í Laugardal. Fundur hefst kl.11:00 samkvæmt neðangreindri dagskrá. Vinsamlegast staðfestið með tölvupósti á sti@sti.is hverjir munu mæta fyrir hönd þíns félags. Kl.11:00    Setning Kl.11:05    Mótaskýrslur:                   1. Skráningarform                   [...]

By |2017-11-27T19:05:17+00:00November 27th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Formannafundur STÍ á laugardaginn

Bára og Valur sigruðu á Ísafirði í dag

Á landsmóti STÍ í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór á Ísafirði í dag, sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK í kvennaflokki með 512 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 474 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 960 stig, annar varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 959 stig [...]

By |2017-11-27T07:42:15+00:00November 27th, 2017|Uncategorized|Comments Off on Bára og Valur sigruðu á Ísafirði í dag
Go to Top