Uncategorized

Íslandsmet um helgina

Nú er búið að liggja yfir Íslandsmetum sem sett voru um helgina og uppfæra önnur þannig að Íslandsmetaskráin ætti að vera orðin rétt núna. Hér koma helgarmetin staðfest en þau urðu 9 talsins: Loftskammbyssa kvenna: Jórunn Harðardóttir SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 557 stig Loftskammbyssa kvenna final: Jórunn Harðardóttir SR - RIG2018, 3. [...]

By |2018-02-08T19:45:44+00:00February 8th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmet um helgina

Jórunn og Guðmundur best í skotfimi

Skotíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Egilshöllinni í gær. Keppt var í opnum flokki með annarsvegar loftskammbyssu og hinsvegar með loftriffli. Jórunn Harðardóttir úr SR gerði sér lítið fyrir og vann í báðum flokkum og setti fjögur Íslandsmet. Guðmundur Helgi Christensen úr SR var valinn besti karl mótsins en hann var í 2.sæti í keppni [...]

By |2018-02-06T08:49:29+00:00February 4th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Jórunn og Guðmundur best í skotfimi

Skotfimi á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn

Fjölmennasta mót í skotfimi sem haldið hefur verið hérlendis, fer fram í Egilshöllinni í Grafarvogi á laugardaginn kemur, 3.febrúar. Skráningar eru 62 talsins í báðar greinarnar, loftskammbyssu og loftriffil. Mótið hefst fyrr en auglýst hafði verið vegna þessa mikla fjölda eða kl.08:00 þannig að fyrstu keppendur verða að vera komnir á staðinn uppúr 07:15. Tímaplanið [...]

By |2021-04-15T15:22:26+00:00January 31st, 2018|Uncategorized|Comments Off on Skotfimi á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn

Ásgeir komst í úrslit í Þýskalandi

Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu, sem haldið er í München í Þýskalandi. Hann endaði þar í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins. Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 26th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Ásgeir komst í úrslit í Þýskalandi

Landsmót í Sport skammbyssu í dag

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í einstaklingskeppninni sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 556 stig, annar varð Eiríkur Ó. Jónsson úr sama félagi með 548 stig og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 543 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs [...]

By |2018-01-20T17:56:07+00:00January 20th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í Sport skammbyssu í dag

Íþróttaráðstefna í tengslum við Reykjavíkurleikana

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis. Ráðstefnan er haldin í tengslum [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 16th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Íþróttaráðstefna í tengslum við Reykjavíkurleikana

Thomas sigraði í dag

Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í Frjálsri skammbyssu á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var í Kópavogi í dag, með 524 stig. Í öðru sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 512 stig og í þriðja sæti varð Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 464 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 13th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Thomas sigraði í dag

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 12th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Nýr bannlisti WADA

  Þann 1. janúar 2018 tók gildi nýr bannlisti WADA (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt [...]

By |2021-04-15T15:22:27+00:00January 9th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Nýr bannlisti WADA
Go to Top