gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 709 blog entries.

Landsmót STÍ í skammbyssugreinunum sport og standard um helgina

Um helgina fóru fram tvö Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í skotfimi. Skotíþróttafélag Kópavogs sá um mótahald. Á laugardaginn var keppt í Staðlaðri skammbyssu þar sem Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 519 stig, Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð annar með 507 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji með 504 stig. Í liðakeppninni [...]

By |2025-11-25T07:28:42+00:00November 24th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í skammbyssugreinunum sport og standard um helgina

Jón Þór með bronsið á HM

Jón Þór Sigurðsson var að vinna bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í riffilskotfimi í Kaíró, Egyptalandi. Úrslitakeppnin var gríðarlega spennandi sem sjá má af því að fimm efstu voru allir með 597 stig en miðjutíurnar réðu úrslitum. Sigurvegarinn, Petr Nymbursky frá Tékklandi var með 40 xtíur, Max Ohlenburger frá Þýskalandi með 38 xtíur og svo Jón Þór [...]

By |2025-11-17T09:31:46+00:00November 17th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór með bronsið á HM

Jón Þór vann sinn riðil í Kaíró

Jón Þór Sigurðsson var að sigra fyrri riðilinn í 300m prone riffli í Kaíró á frábæru skori 598 og 32 x-tíur. Úrslitin fara svo fram í fyrramálið kl. 07:15 að íslenskum tíma.

By |2025-11-17T07:31:25+00:00November 16th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór vann sinn riðil í Kaíró

Björgvin sigraði í loftskammbyssu í dag

Loftskammbyssumót Skotdeildar Keflavíkur fór fram í dag og tókst afar vel. Keppt var í einstaklings- og liðakeppni og voru skotin á háu stigi allt mótið. Í einstaklingskeppninni stóð Björgvin Sigurðsson (Skotdeild Keflavíkur) uppi sem sigurvegari með 548 stig. Bjarki Sigfússon (Skotíþróttafélag Kópavogs – A-lið) varð í öðru sæti með 540 stig og Adam Ingi Höybye Franksson (SÍK [...]

By |2025-11-15T17:15:12+00:00November 15th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Björgvin sigraði í loftskammbyssu í dag

Jón Þór keppir í 300m riffli á HM

Jón Þór Sigurðsson keppir í undankeppninni í 300m riffli (300m Rifle Prone Men) á HM á sunnudaginn 16.nóvember kl. 8:45 að íslenskum tíma. Úrslitakeppnin er svo á mánudaginn 17.nóvember kl. 07:15 að ísl.tíma. Skorinu má fylgjast með hérna.

By |2025-11-14T09:59:47+00:00November 14th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppir í 300m riffli á HM

Valur og Jón Þór keppa í fyrramálið

Heimsmeistaramótið í kúlugreinunum stendur nú yfir í Kaíró í Egyptalandi. Valur Richter og Jón Þór Sigurðsson keppa í 50m liggjandi riffli (50m Rifle Prone Men) föstudaginn 14.nóvember og hefst keppnin kl. 07:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Keppni er nú lokið og hafnaði Jón Þór Sigurðsson í [...]

By |2025-11-14T09:50:47+00:00November 13th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Valur og Jón Þór keppa í fyrramálið

Skorlistinn í skeet 2025 kominn

Skotlistinn Skeet fyrir árið 2025 er kominn hérna.

By |2025-11-04T07:58:23+00:00November 4th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Skorlistinn í skeet 2025 kominn

Reykjavíkurmeistaramótið í loftbyssugreinunum í Egilshöll

Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöllinni í dag. Reykjavíkurmeistari í loftskammbyssu varð Jórunn Harðardóttir í fullorðinsflokki og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir í flokki unglinga. Jórunn varð einnig Reykjavíkurmeistari í keppni með loftriffli og Sigurlína W. Magnúsdóttir í unglingaflokki. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ hérna: https://sti.is/2025-2026/

By |2025-10-18T15:21:18+00:00October 18th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Reykjavíkurmeistaramótið í loftbyssugreinunum í Egilshöll

HM í haglabyssu hefst í Aþenu í dag

Heimsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet hefst í Aþenu í Grikklandi í dag. Við erum þar með 3 keppendur, þá Hákon Þór Svavarsson, Jakob Þór Leifsson og Arnór Loga Uzureau. Skotnir eru tveir hringir í dag, tveir á morgun og svo 1 hringur og úrslitakeppnin á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna  UPPFÆRT: Hægt er [...]

By |2025-10-12T09:04:51+00:00October 12th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM í haglabyssu hefst í Aþenu í dag

Jón Þór í 5.sæti í Evrópubikarkeppninni

Evrópumeistarinn Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 5.sæti í úrslitakeppni Evrópubikarkeppninnar í Zagreb. Það voru 25 bestu skotmenn Evrópu sem komust í úrslitakeppnina. Skorið var 597 stig og 32x en sigurvegarinn var með 598 stig og 39x. Þeir sem voru í sætum tvö til átta voru allir með 597 stig en innri tíurnar réðu þar úrslitum. [...]

By |2025-10-10T09:50:45+00:00October 5th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór í 5.sæti í Evrópubikarkeppninni

Skotíþróttir sjöunda fjölmennasta íþróttin

Samkvæmt greiningu á gögnum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands eru skotíþróttir sjönda fjölmennasta íþróttin á Íslandi 2023-2024. Sjá nánar hérna.

By |2025-09-24T20:13:21+00:00September 24th, 2025|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttir sjöunda fjölmennasta íþróttin

Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk vegna undirbúnings fyrir Los Angeles 2028

Í dag voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Níu íþróttamenn frá sjö sérsamböndum ÍSÍ fá styrk frá Ólympíusamhjálpinni að þessu sinni og er um að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega vegna kostnaðar sem til fellur vegna æfinga og keppni. Tveir íþróttamenn af þessum níu fá 1350 [...]

By |2025-09-24T11:09:29+00:00September 23rd, 2025|Uncategorized|Comments Off on Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk vegna undirbúnings fyrir Los Angeles 2028

Mótaskrá innigreina veturinn 2025 til 2026 er komin

Ný mótaskrá STÍ fyrir innigreinarnar 2025/2026 er komin á netið hérna.

By |2025-09-24T11:12:32+00:00September 22nd, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Mótaskrá innigreina veturinn 2025 til 2026 er komin

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 15.september

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga, 1., 2. og 3 stig, hefst mánudaginn 15. september næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Skráning fer fram á Abler: http://www.abler.io/shop/isi Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig [...]

By |2025-09-04T07:07:11+00:00September 4th, 2025|Uncategorized|Comments Off on Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 15.september

Jón Þór í 6.sæti í Evrópubikarnum

Nýkrýndur Evrópumeistari varð í 6.sæti á móti í Evrópubikarnum sem fram fór í Árósum í Danmörku . Skorið var mjög gott 595 og 38 innri tíur. Hann var í brasi með riffilinn sem var eitthvað að klikka hjá honum í undankeppninni en small svo í lag fyrir úrslitakeppnina.

By |2025-08-23T10:04:07+00:00August 23rd, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór í 6.sæti í Evrópubikarnum

Íslandsmót í Bench Rest á Akureyri

Íslandsmótið í Bench Rest skori hefur verið flutt til Akureyrar og verður haldið þar 6.-7. September. Mótið átti að halda í Reykjavík en vegna ákvæðis í starfsleyfi varð Skotfélag Reykjavíkur að skila inn mótinu.

By |2025-08-22T10:37:24+00:00August 22nd, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Bench Rest á Akureyri

Arnór Logi og María Rós Íslandsmeistarar í Skeet um helgina

Íslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni “SKEET” fór fram á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands í samvinnu við Skotfélag Reykjavíkur. Íslandsmeistari karla varð Arnór Logi Uzureau úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 116/54 stig, annar varð Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 111/45 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 108/38 stig. Í [...]

By |2025-08-12T18:35:42+00:00August 10th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Arnór Logi og María Rós Íslandsmeistarar í Skeet um helgina

Jón Þór Sigurðsson Evrópumeistari í riffli

Jón Þór Sigurðsson var að sigra á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í riffilgreininni “300m Prone” þar sem skotið er með stórum rifflum, liggjandi af 300 metra færi með opnum gatasigtum. Hæst er hægt að fá 600 stig og 60 X-tíur.  Jón Þór endaði með 599 stig og 45 X innri tíur. Annar varð Alexander Schmirl frá [...]

By |2025-08-02T12:31:30+00:00August 1st, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór Sigurðsson Evrópumeistari í riffli

EM í Frakklandi að ljúka

Aðalkeppninni í Skeet er lokið og var árangur okkar keppenda þokkalegur, efstur var Hákon með 115 af 125 og dugði það honum til að ná lágmarki fyrir Solo keppnina þar sem að í fyrstu útsláttarhrinu atti hann kappi við Jack Fairclough frá Írlandi og sigraði Hákon með yfirburðum. Í næstu hrinu keppti Hákon við Jerzy [...]

By |2025-08-01T11:04:39+00:00July 31st, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on EM í Frakklandi að ljúka

Íslandsmót í Skeet flutt til SFS við Þorlákshöfn

Íslandsmótið í Skeet verður haldið hjá Skotíþróttafélagi Suðurlands en ekki hjá Skotfélagi Reykjavíkur á Álfsnesi.

By |2025-07-29T19:47:25+00:00July 29th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Skeet flutt til SFS við Þorlákshöfn
Go to Top