Evrópumeistaramótin eru nú hafin. Í Lonato á Ítalíu er keppt í haglabyssugreinunum og eigum við þar þrjá keppendur í Skeet, Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Arnór L. Uzureau. Þeir hefja keppni 22.maí en þá eru skotnir tveir hringir, tveir hringir 23.maí og svo einn hringur og final föstudaginn 24.maí. Skorunum má fylgjast með hérna.
Í Osijek í Króatíu er svo keppt í kúlugreinunum en þar eigum við einn keppanda, Jón Þ. Sigurðssson en hann keppir í riffilgreinunum, á 300 metra færi þann 22.maí og svo í 50 metrunum fimmtudaginn 30.maí. Skorin verða svo sjáanleg hérna.