Hákon Þór Svavarsson hóf keppni í haglabyssugreininni Skeet á Heimsmeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í dag. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna. Keppnin stendur yfir í 3 daga, 50 skífur í dag , 50 skífur á morgun og 25 skífur á laugardaginn og úrslitin í beinu framhaldi. Hákon endaði að lokum með 114 stig (24+23+23+22+22). Úrslit í karlaflokki hefjast kl.11:15 á laugardagsmorgninum. Til að komast í úrslit þurfti amk 123 stig af 125 mögulegum. Við eigum ekki keppanda í kvennakeppninni í Skeet að þessu sinni en hægt er að fylgjast með þeirri keppni hérna. Fréttin verður uppfærð
Sýnt verður beint á ISSF-TV frá úrslitum (FINALS) í Ólympísku greinunum og er hægt að velja útsendingar hérna.
Jón Þór Sigurðsson keppir svo í riffilkeppninni á 50 metra færi þriðjudaginn 22.ágúst og svo á 300 metra færi sunnudaginn 27.ágúst.