Íslandsmótið í BR50 var haldið á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Keppt er með 22ja kalibera rifflum á 50 metra færi og skotið af borði. Þeim er skipt niður í þyngdarflokka , þungir (Heavy Varmint 4,763-6,803 kg), en þar varð Jón Ingi Kristjhánsson Íslandsmeistari, Pawel Radwanski úr SFK varð annar og Kristján R. Arnarson úr SKH þriðji, milliþungir (Light Varmint 3,856-4,762 kg) þar varð Davíð Bragi Gígja úr SFK Íslandsmeistari, Finnur Steingrímsson úr SA varð annar og Arnar Oddsson úr SA þriðji. Sóley Þórðardóttir úr SA varð þar Íslandsmeistari unglinga. Léttir (Sporter 0-3,855 kg) þar sem Kristbjörn Tryggvason úr SA varð Íslandsmeistari, Davíð Bragi Gígja varð annar og Stefán Níelsen úr SFS þriðji. Sóley Þórðardóttir varð Íslandsmeistari unglinga í þeim flokki. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðu STÍ.
Íslandsmót BR50 riffli í Þorlákshöfn á laugardaginn
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2020-07-29T15:59:57+00:00July 29th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót BR50 riffli í Þorlákshöfn á laugardaginn