Stefán Kristjánsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar sigraði á nýju Íslandsmeti í Norrænu Trappi á SÍH-OPEN mótinu sem haldið var um helgina í Hafnarfirði. Hann endaði með 123 stig. Í öðru sæti varð Bjarki Þ. Magnússon SÍH með 121 stig og þriðji Ásbjörn S. Arnarsson SÍH með 113 stig. Í A-flokki í Skeet sigraði Jakob Þ. Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 104/50 stig, Guðlaugur B.Magnússon SA varð annar með 110/44 og í þriðja sæti Guðmann Jónasson MAV með 104/36. Í B-flokki sigraði Sjólaug M.Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 90/37 stig, María R. Arnfinnsdóttir SÍH varð önnur með 85/36 og í þriðja sæti Dúi Sigurðsson úr SK með 88/28. Nánar má sjá úrslit á úrslitasíðunni.
Nýtt Íslandsmet á SÍH-Open um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2020-07-06T17:15:17+00:00July 6th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Nýtt Íslandsmet á SÍH-Open um helgina