Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Í karlaflokki sigraði Jakob Þ. Leifsson úr SFS, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar og Pétur T. Gunnarsson úr SR varð þriðji. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR, Guðrún Hjaltalín úr SKA varð önnur og Helga Jóhannsdóttir úr SFS þriðja. Daníel L. Heiðarsson hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni vann sveit SFS gullið og sveit SA silfrið. Nánar á úrslitasíðunni.