Starfsskýrslur ÍSÍ og UMFÍ

17.03.2020Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu þessa stundina og þá ekki síst samkomubannsins sem hamlar því að einingar í íþróttahreyfingunni ljúki sínum aðalfundum og ársþingum, þá hefur ÍSÍ og UMFÍ ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní nk.

Þau íþróttafélög sem hafa tök á að skila fyrr eru góðfúslega beðin um að ganga frá skilum um leið og þau hafa tök á, til að flýta fyrir úrvinnslu gagna.

Tengiliður vegna Felix og starfsskýrsluskila er Elías Atlason á skrifstofu ÍSÍ. Sími á skrifstofu er 514 4000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið elias@isi.is