Á Landsmóti STÍ sem fer núna fram á Akranesi voru sett 3 Íslandsmet í kvennaflokki. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar náði 59/75 í undankeppninni og einnig 39/60 í úrslitunum. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 30 stig í úrslitum (40 í undankeppni) og í þriðja sæti Eva Ó.Skaftadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig (31 stig í undakeppninni). Kvennalið Skotfélags Reykjavíkur bætti Íslandsmetið og náði 112 stigum. Sveitina skipa Dagný H.Hinriksdóttir (48 stig), Eva Ó.Skaftadóttir (31 stig) og Þórey I.Helgadóttir (33 stig).
Í karlaflokki sigraði Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 52 stig í úrslitum (116 í undank.), annar varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 49 stig (117 í undank.) og í þriðja sæti Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 38 stig (104 stig í undank.) Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar sigraði í liðakeppninni með 281 stig, Skotfélag Reykjavíkur varð í örðu sæti með 273 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akraness með 263 stig.