Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu og loftriffli var haldið um helgina á Borgarnesi. Í loftskammbyssu setti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar nýtt Íslandsmet í unglingaflokki 489 stig en í öðru sæti varð Sigríður Lárétta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 485 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 541 stig og í öðru sæti hafnaði Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 514 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 538 stig, annar varð Izaar A. Þorsteinsson með 514 stig (8x) og í þriðja sæti Ingvi Eðvarðssson úr Skotdeild Keflavíkur með 514 stig (6x). Í loftriffli karla sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 551,5 stig og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 586,8 stig.
Sóley með nýtt Íslandsmet í unglingaflokki
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-10-30T07:59:36+00:00October 30th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Sóley með nýtt Íslandsmet í unglingaflokki