Gunnar Gunnarsson varð Íslandsmeistari í karlaflokki í Compak Sporting í dag með 92 stig. Í öðru sæti varð Þórir Guðnason með 90 stig eftir bráðabana við Aron Kr. Jónsson sem var með sama stigafjölda. Þeir kepptu allir fyrir Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar.
Í kvennaflokki varð Ingibjörg A. Bergþórsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 74 stig, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 71 stig og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 69 stig.
Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni.