Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2025:
Í karlaflokki Jón Þór Sigurðsson (43 ára) úr Skotíþróttafélagi Kópavogs
Jón Þór varð Evrópumeistari í riffilskotfimi á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í lok júlí. Hann vann til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í nóvember í riffilskotfimi. Hann sigraði í keppni með loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Andorra í lok maí. Auk þess sigraði hann á Evrópubikarmótinu í Sviss í riffilskotfimi. Þetta er einstakur árangur Íslendings á alþjóðavettvangi í íþróttum. Jón Þór hefur hefur sigrað í flestum kúlugreinum skotfimi á Íslandi á árinu bæði með riffli og að auki með ýmsum gerðum skammbyssu.
Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (57 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn varð Íslandsmeistari í sjö greinum á árinu. Þær eru Loftskammbyssa, Loftriffill, 50m liggjandi riffill, 50m þrístöðuriffill, Stöðluð skammbyssa, Sportskammbyssa og Frjáls skammbyssa.