Vegna árekstra við bæði HM og EM hefur Íslandsmótið í Skeet verið flutt á velli Skotíþróttafélags Suðurlands dagana 25.-27.ágúst 2023. Dagskrá HM breyttist nýlega og kom þá í ljós að keppni í Skeet rakst á fyrirhugað Íslandsmót. Mótið átti að fara fram hjá Skotfélagi Akureyrar um miðjan ágúst en félagið treysti sér ekki til að halda mótið ofangreinda helgi. Íslandsmótið 2024 verður því haldið á Akureyri.