Hákon Þ. Svavarsson úr SFS sigraði á Landsmóti STÍ í skeet sem haldið var við Þorlákshöfn í dag. Hann skoraði 52 stig í úrslitunum og 117 stig í undankeppninni. Annar varð Pétur T. Gunnarsson úr SR með 51 stig í úrslitunum og 108 stig í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði Arnór L. Uzureau úr SÍH með 40 stig og 105 stig í undankeppninni. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðu STÍ.