Lognið var heldur betur að flýta sér á þessu síðasta móti tímabilsins, var nokkuð stöðugt í 12 m/sek og hviðurnar fóru upp í ca. 20 m/sek. 10 hressir keppendur mættu til leiks og gerðu gott úr deginum, 11 voru skráir en einn forfallaðist vegna veikinda, 2 keppendur voru að skjóta sitt fyrsta STÍ mót. Keppendur voru frá 3 skotfélögum og sá sem að kom lengst að hafði ferðast um 7 þús km til að koma og taka þátt í mótinu, sá yngsti var 15 ára gamall að skjóta sitt fyrsta mót og eru því unglingarnir orðnir 5 í haglagreinum hjá Markviss. Lognið fór hratt en ekki var kalt á fólki, 5 keppendur skutu sinn persónulega besta árangur á mótinu og var þar eitt íslandsmet í kvennaflokki en Snjólaug M Jónsdóttir bætti sitt eigið met frá því í ágúst í fyrra með því að skjóta 124 dúfur en fyrra metið var 122 dúfur. Unglingalið Markviss með þeim Elyass Kristni, Haraldi Holta og Sigurði Pétri bætti íslandsmetið frá Íslandsmótinu 2021 sem þá var 233 stig í 249 stig.

Nánar á úrslitasíðunni hérna.