Fregnir gærdagsins af tveimur innanlandssmitum utan sóttkvíar var áminning til okkar allra um hversu mikilvægt það er að vera enn á varðbergi gagnvart vágestinum. Við biðjum um að þið ítrekið við ykkar aðildarfélög mikilvægi þess að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum, bæði á æfingum og í keppni. Mikilvægt er að þátttakendur í íþróttum fylgi reglum sérsambandanna í einu og öllu og gæti vel að persónubundnum sóttvörnum.
Kær kveðja
Kristín Birna Ólafsdóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Verkefnastjóri á Almenningsíþróttasviði