Fyrsta Landsmót sumarsins í Ólympísku skotgreininni Skeet fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. 19 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 83 stig, Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð önnur með 80 stig og Guðrún Hjaltalín úr Skotfélagi Akraness þriðja með 56 stig. Í unglingaflokki sigraði Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 90 stig og Ágúst I. Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 80 stig. Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 116 stig, Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness varð annar með 114 stig eftir bráðabana, sem endað 3:2, við Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands sem einnig var með 114 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 323 stig, Skotfélag Akureyrar varð í öðru sæti með 270 stig og Skotfélag Akraness með 269 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Fyrsta Landsmóti STÍ í Skeet í sumar fór fram í Reykjavík um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2020-06-15T07:13:12+00:00June 14th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Fyrsta Landsmóti STÍ í Skeet í sumar fór fram í Reykjavík um helgina