Nú hefur Heilbrigðisráðherra gefið út nýjar reglur vegna COVID ástandsins og gefur það íþróttafélögum kost á að hefja starf að nýju. Nánar má lesa um þetta hérna.
Mótahald aðildarfélaga STÍ verður nú með venjulegu formi frá og með 1.júní.
Fyrsta landsmótið verður á Blönduósi dagana 6.-7.júní og verður þar keppt í haglabyssugreininni Norrænt Trap. Skráningu á það lýkur sunnudaginn 31.maí.