Á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í Reykjavík í dag sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR í karlaflokki með 611,4 stig, annar varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 605,2 stig og í þriðja sæti Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,3 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með hæsta skor dagsins 615,3 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍ með 1807,5 stig, önnur varð sveit SR með 1805,2 stig og í þriðja sæti B-sveit SÍ með 1743,9 stig. Nánar á úrslitasíðunni
Guðmundur Helgi og Jórunn með gullið í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2020-01-18T13:49:59+00:00January 18th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Guðmundur Helgi og Jórunn með gullið í dag