Á Reykjavik Open í haglabyssugreininni Skeet, féll eitt Íslandsmet og annað var jafnað. Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti fyrra met um eitt stig og endaði með 44 stig (88). Hún sigraði í B-keppninni, annar varð Vignir Jón Vignisson með 39 stig (84) og í þriðja sæti varð Þórey Inga Helgadóttir með 30 stig (91) en hún varð jafnframt Reykjavíkurmeistari 2019 með árangri sínum í undankeppninni. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í undakeppninni með því að ná 121 stigi af 125 mögulegum. Sá árangur tryggði honum Reykjavíkurmeistaratitil karla. Hann hafnaði að lokum í öðru sæti í final með 53 stig en Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar sigraði með 54 stig (115) og Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 42 stig (110). Nánar á úrslitasíðunni
Íslandsmet á haglabyssumóti í Reykjavík í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-09-08T21:22:32+00:00September 8th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á haglabyssumóti í Reykjavík í dag