Heimsmeistaramótinu í haglabyssu er nú lokið. Mótið fór fram í Lonato á Ítalíu. Íslenska liðið hafnaði í 26.sæti af 32 liðum með 331 stig í SKEET. Í einstaklingskeppninni varð Sigurður Unnar Hauksson í 53.sæti með 117 stig (24-21-22-25-25), Hákon Þór Svavarsson í 91.sæti með 112 stig (21-25-21-23-22) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 119.sæti með 102 stig (18-23-19-20-22) en keppendur voru 130 talsins.
HM lokið í Lonato
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-07-08T09:21:31+00:00July 8th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM lokið í Lonato