Landsmót STÍ í Compak Sporting var haldið á Akureyri um helgina. Í karlaflokki sigraði Bragi Óskarsson úr SA með 191 stig, annar varð Gunnar Gunnarsson úr SR með 189 stig og í þriðja sæti Stefán G. Rafnsson úr SA með 188 stig. Í kvannaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 165 stig, í öðru sæti Ingibjörg A. Bergþórsdóttir úr SR með 162 stig og þriðja Líf K. Angelica úr SA með 122 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-06-17T10:38:27+00:00June 17th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið