Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig.
Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 594,4 stig og önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 591,0 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki en sveitina skipuðu þeir Guðmundur, Róbert og Þórir, og er árangur þeirra nýtt Íslandsmet, 1.702,2 stig. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti.
Í unglingaflokki kvenna varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 555,2 stig, önnur varð Rakel Arnþórsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 478,7 stig og í þriðja sæti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 413,3 stig. Lið Skotfélags Akureyrar setti Íslandsmet í unglingaflokki en hún var skipuð Rakel, Sóleyu og Sigríði L. Þorgilsdóttur.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari með 570,3 stig og Elmar T. Sverrisson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 555,4 stig.