Ákveðið hefur verið að taka þátt í eftirfarandi ISSF og ESC verkefnum á þessu ári:
World Cup Mexico MEX 15.03 – 26.03
World Cup Al Ain UAE 05.04 – 15.04
World Cup Changwon KOR 07.05 – 17.05
HM Lonato ITA 01.07 – 15.07
World Cup Lahti FIN 13.08 – 23.08
EM Lonato ITA 12.09 – 23.09
Tekin hefur verið ákvörðun um fyrirkomulag vegna fyrstu þriggja mótanna
STÍ mun kosta þrjá keppendur til Mexico og tvo á Al Ain og Changwon.
Til keppni á þessi þrjú mót komu eftirfarandi íþróttamenn til greina:
Guðlaugur Bragi Magnússon
Hákon Þór Svavarsson
Sigurður Unnar Hauksson
Stefán Gísli Örlygsson
Guðlaugur Bragi Magnússon gefur ekki kost á sér á fyrstu þrjú mótin vegna anna og munu því Hákon, Sigurður og Stefán keppa fyrir Íslands hönd í Mexico.
Þeir tveir sem ná hæsta skori þar munu verða kostaðir af STÍ til Al Ain, þriðji keppandinn úr þessum hópi mun eiga möguleika á að taka þátt á eigin kostnað utan þess að STÍ greiðir móta og keppnisgjöld.
Sama fyrirkomulag mun gilda fyrir Changwon og munu þeir tveir verða valdir sem hafa besta skor-meðaltalið frá Mexico og Al Ain, ef að meðaltalið er jafnt mun hæsta skor ráða.
Ákvarðanir um seinni þrjú mótin verða teknar á næstu vikum, í framhaldi af úthlutunum úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2019 og verða kynntar hér á síðunni.