Það féllu tvö Íslandsmet á landsmóti Stí sem haldið var í loftsalnum hjá Skotdeild Keflavíkur í dag. Magnús Guðjón Jensson í Skotdeild Keflavíkur er enn og aftur að bæta sig og bætti sitt eigið Íslandsmet í loftriffli um ca 8 stig með heildarskori upp á slétt 576 stig. Einnig setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir frá Skotfélagi Akureyrar Íslandsmet í loftskammbyssu unglingsstúlkna með skori upp á 492 stig.
Þetta var fyrsta Landsmót Stí í loftgreinum sem Skotdeild Keflavíkur heldur. Mótið var þokkalega vel sótt og gengu 3 riðlar með alls 23 keppendum, en 1 forfallaðist. Allt gekk mjög vel fyrir sig og var haft orð að því hvað salurinn væri flottur og með góða lýsingu.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Loftrifill Kvenna: 1. Sæti Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur 587.7 stig, 2. Sæti Bára Einarsdóttir Skotíþróttafélagi Kópavogs 558 stig og 3. Sæti Guðrún Hafberg Skotíþróttafélagi Kópavogs 549.4 stig sem er hennar besta skor á móti hingað til (PB).
Loftrifill Karlar: 1. Sæti Theodór Kjartansson Skotdeild Keflavíkur 550.4 stig.
Loftrifill Unglingspiltar: 1. Sæti Magnús Guðjón Jensson Skotdeild Keflavíkur 576 stig (nýtt Íslandsmet), 2. Sæti Elmar Sverrisson Skotdeild Keflavíkur 543.1 stig.
Loftskammbyssa Kvenna: 1. Sæti Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur 553 stig, 2. Sæti Bára Einarsdóttir 537 stig og 3. Sæti Þorbjörg Ólafsdóttir Skotfélagi Akureyrar 496 stig.
Loftskammbyssa unglingsstúlkna: 1. Sæti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir Skotfélagi Akureyrar 492 stig og 2. Sæti Sóley Þórðardóttir Skotfélagi Akureyrar 466 stig.
Loftskammbyssa unglingspilta: 1. Sæti Magnús Guðjón Jensson Skotdeild Keflavíkur 455 stig.
Loftskammbyssa Karla: 1. Sæti Þórður Ívarsson Skotfélagi Akureyrar 533 stig, 2. Sæti Ólafur Egilsson Skotíþróttafélagi Kópavogs 531 stig og í 3. Sæti Izzar Arnar Þorsteinsson Skotfélagi Akureyrar 518 stig.
Liðakeppni Loftskammbyssa kvenna var í 1. sæti Skotíþróttafélag Kópavogs með 1486 stig og liðið skipaði Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og Aðalheiður Jóhannsdóttir og í 2. sæti var Skotfélag Akureyrar með 1458 stig og liðið skipaði Þorbjörg Ólafsdóttir, Sóley Þórðardóttir og Sigríður Láretta Þorgilsdóttir.
Liðakeppni Loftskammbyssa karla var í 1. sæti Skotíþróttafélag Kópavogs með 1548 stig og liðið skipaði Ólafur Egilsson, Guðmundu Ævar Guðmundsson og Sigurgeir Guðmundsson. í 2. sæti var A-lið Skotdeildar Keflavíkur með 1480 stig og liðið skipaði Hannes H. Gilbert, Jens Magnússon og Ingvi Eðvarðsson og í 3. Sæti var B-lið Skotdeildar Keflavíkur með 1332 stig og liðið skipað Valdemar Valdemarsson, Magnús Guðjón Jensson og Bjarni Sigurðsson.
Nánar á keflavik.is