Íslandsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í þriðja sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ.Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson. Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í öldungaflokki varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný Huld Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.
Íslandsmótið í skeet um helgina
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-08-23T22:25:03+00:00August 21st, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í skeet um helgina