Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á nýju Íslandsmeti í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi. Hún hafnaði í 78.sæti af 122 keppendum, en hún náði 560 stigum (92 93 95 94 93 93). Fyrra met hennar var 557 stig sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs. Hún keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni í parakeppninni á morgun.
Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-05-28T13:46:26+00:00May 27th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag