Íslandsmótið í loftriffli fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag.
Í unglingaflokki karla varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 566,6 stig, annar varð Elmar T. Sverrisson með 526,3 stig og í þriðja sæti Jakub I. Pitak með 522,0 stig. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur og bættu þeir í leiðinni við Íslandsmeistaratitli og nýju Íslandsmeti unglinga í liðakeppni, 1.614,9 stig.
Í unglingaflokki kvenna varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 548,0 stig. Í öðru sæti varð Alexandra B Vilhjálmsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 452,2 stig og í þriðja sæti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 386,5 stig.
Í karlakeppninni varð Guðmundur H. Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 593,4 stig, annar varð Breki Atlason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 548,3 stig og í þriðja sæti Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 541,9 stig. Í liðakeppni karla varð sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1.641,1 stig.
Í kvennakeppninni varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 593,7 stig, í öðru sæti Íris E. Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 585,5 stig og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 554,1 stig. Í liðakeppni kvenna varð sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti 1.727,2 stig en sveitina skipuðu Jórunn Harðardóttir, Íris Eva Einarsdóttir og Viktoría E. Bjarnarson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.536,5 stig.
Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í hverjum flokki fyrir sig og má sjá það nánar á úrslitasíðu STÍ
Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni á www.sti.is