Mót og úrslit

Landsmótunum í Hafnarfirði lokið

Á Landsmóti STÍ í Skeet sem fór fram í Hafnarfirði í dag, sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SR með 56 stig (116), sem er jöfnun á Íslandsmetinu í final, í öðru sæti varð Aðalsteinn Svavarsson úr SFS með 44 stig (103) og Daníel H. Stefánsson úr SR varð þriðji með 36 stig (100). í kvannaflokki [...]

By |2021-05-09T17:04:40+00:00May 9th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmótunum í Hafnarfirði lokið

Landsmóti í loftbyssugreinum lokið

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki [...]

By |2021-04-24T16:47:29+00:00April 24th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmóti í loftbyssugreinum lokið

Landsmót í Staðlaðri skammbyssu í dag

Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu, sem fram fór í dag í Digranesi, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK ,eð 558 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 539 stig og þriðji varð Friðrik Goethe úr SFK með 521 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit SFK með 1,618 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,457 [...]

By |2021-03-22T09:17:19+00:00March 21st, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Staðlaðri skammbyssu í dag

Þrístaða á 50 metrum í dag

Á Landsmóti STÍ í 50m Þrístöðu, sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 1,018 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 969 stig og þriðji Ingvar Bremnes úr SÍ með 911 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,068 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK [...]

By |2021-03-14T18:56:22+00:00March 14th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Þrístaða á 50 metrum í dag

Landsmót í innigreinum að hefjast um næstu helgi

Þá er mótahald STÍ loks að hefjast í innigreinunum. Fyrstu tvö mótin verða haldin í Egilshöllinni í Reykjavík. Keppt verður í tveimur riffilgreinum, á laugardaginn í 50 metra Liggjandi riffli og á sunnudaginn í 50 metra Þrístöðu riffli. Mótin hefjast kl. 09:00 báða dagana. Riðlaskiptingu má sjá nánar á heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur, www.sr.is

By |2021-03-10T13:47:31+00:00March 10th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í innigreinum að hefjast um næstu helgi

Mót um næstu helgi í Egilshöllinni

Landsmót samkvæmt mótaskrá STÍ verður haldið í riffilgreinunum 50m liggjandi á laugardaginn og á sunnudaginn í 50m þrístöðu í Egilshöllinni. Skráningarfrestur félaganna er framlengdur til þriðjudags kl.23:59 en skráningar þurfa að berast á sti@sti.is og sr@sr.is

By |2021-03-06T15:58:34+00:00March 6th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Mót um næstu helgi í Egilshöllinni
Go to Top