Íslandsmeistaramótið í Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 232,1 stig (564,2) , Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 203,9 stig (546,9) og Þórir Kristinsson úr SR vann bronsið með 183,0 stig (564,4). Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið með 179,3 stig (517,2) í finalnum.
Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 233,9 stig (590,5), Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 232,5 stig (600,7) og í þriðja sæti varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 180,3 stig (479,7).
Í stúlknaflokki sigraði Sigurlína Wium Magnúsdóttir úr SR með 151,9 stig (458,5) en skor hennar í finalnum er nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki. Silfrið hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ með 110,7 stig (348,7)
Í liðakeppninni sigruðu sveitir Skotfélags Reykjavíkur bæði karla sem og kvennakeppninni.
Í kviðdóminn “Jury” komu þrjár konur, Gyda Winther, Malin Vik og Ida Vetti, frá Norska Skotíþróttasambandinu og var búnaður keppenda skoðaður og mældur, undir vökulum augum þeirra, af Sigurði Inga Jónssyni, samkvæmt nýjustu reglum.
Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir og er hægt að nálgast þær upplýsingar, úrslit og nöfn þeirra, á úrslitasíðu STÍ og á heimasíðu mótshaldara SR.