Heimsmeistaramótinu í bekkskotfimi á 50 metra færi (Bench Rest BR50) sem fór fram í Frakklandi undanfarna daga lauk í dag. Davíð B. Gígja varð í 55.sæti með 1483/71 stig, Rosa Millan í 62.sæti með 1481/87 stig, Kristján Arnarson í 82.sæti með 1472/53 stig, Egill Ragnarsson í 86.sæti með 1470/69 stig, Jón I. Kristjánsson í 96.sæti með 1452/70 stig og Kristberg Jónsson í 99.sæti með 1448/46 stig. Í liðakeppninni sem fram fór fyrstu tvo daga mótsins, varð lið B skipað þeim Rosu, Kristjáni og Jóni í 18.sæti og lið A í 34.sæti skipað Davíð, Agli og Kristberg. Portúgalir unnu liðakeppnina, Ítalir í öðru sæti og Þjóðverjar í því þriðja. Walter Botta frá Ítalíu varð heimsmeistari í einstaklingskeppninni en skorið hjá honum var 1498/114 stig, Pedro Serralheiro frá Portúgal varð annar með 1498/106 stig og þriðji varð Luis Pereira frá Portúgal með 1497/94 stig. Nánar hérna.
HM í bekkskotfimi lokið
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2022-09-18T09:56:53+00:00September 17th, 2022|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM í bekkskotfimi lokið